Eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti í nokkurn tíma varðandi þennan vefleiðangur, datt mér í hug að gera vefleiðangur um Hornafjörð. Ég var búin að fá hugmyndir um landnámið, Norðurlöndin, matarboð, matargerð og ýmislegt annað.
Smá hugstormun og uppkast að vefleiðangrinum.
Kynning:
Vefleiðangur fyrir miðstig/efstastig grunnskóla.
Verkefnið er að búa til power-point sýningu, bækling eða heimasíðu um Hornafjörð. Þessu er ætlað að aðstoða fólk þegar það vill ferðast til Hornafjarðar. Tínið allt til sem ykkur finnst áhugavert og það sem þið teljið að erlendir og innlendir gestir hafi áhuga á að skoða. S.s. atvinnuveg, samgöngur, skóla, félagslíf, einkenni staðarins og annað slíkt.
Verkefni:
Nemendur safna upplýsingum um staðinn og setja þær saman í gagnlegan bækling. Uppsetning á að vera einföld svo það auðveldi fólki að afla sér upplýsinga. Nemendur fara á bókasafnið og lesa sér til um staðinn, fara á netið og safna þar upplýsingum. Einnig væri gott ef nemendur tækju myndir á stafræna myndavél til að skreyta verkefnið og létta aðeins á textanum.
Bjargir:
http://www.hornafjordur.is Þetta er samfélagsvefur Hornafjarðar með ógrynni af upplýsingum um staðinn.
http://www.horn.is Þetta er fréttavefur Hornafjarðar. Á honum er að finna ýmsar upplýsingar sem gætu nýst vel í verkefninu.
http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_hofn.htm Áhugaverðir staðir á Hornafirði.
Ferli:
Nemendum er skipt í hópa og þeir hugstorma um það sem gæti verið sniðugt fyrir ferðamenn að skoða og vita um Hornafjörð. Hver hópur einbeitir sér að einum hluta, t.d. einn hópurinn tekur fyrir samgöngur, annar áhugaverða staði og svo framvegis. Í lokin er svo öllum upplýsingunum safnað saman og búinn til bæklingur með myndum og texta eftir nemendur.
Mat:
Bæklingurinn gildir 50%, hópstarfið gildir 20%, einstaklingsvinna innan hópsins gildir 20% og hver nemandi metur sjálfan sig 10%.
Niðurstaða:
Markmið verkefnisins er að nemendur kynnist sínu bæjarfélagi með augum utanaðkomandi. Nemendur þjálfast í myndvinnslu, ritvinnslu og upplýsingaöflun. Bæði af netinu og af bókum.
Gangi ykkur vel!