Leiðarbók

Thursday, November 25, 2004

Alveg að verða búið!

Vá! Ég vaknaði upp við það í morgun að á þriðjudaginn í þar næstu viku er ég komin í jólafrí! óóóóótrúlegt þykir mér.

Allavega hélt ég að önnin væri nýbyrjuð;) Nú er sem sagt mál að hysja upp um sig og fara að drífa sig í að ljúka nokkrum námskeiðum, taka þessi 2 próf, pakka inn pökkum og gráta yfir því að engin sé rjúpan þetta árið!

God jul!

Wednesday, November 10, 2004

Nýtt verkefni

Nýjasta verkefnið sem við erum að gera í þessu námskeiði er hópverkefni. Ég, Hildur og Elínborg ætlum að gera skjákennslu/vefsíðu um powerpoint fyrir algjöra byrjendur. Við skiptum verkefninu dálítið á milli okkar svo það verði einfaldara að vinna þetta. Síðan setjum við þetta allt saman og skilum fyrir lok námskeiðsins:) Einfaldara verður þetta ekki... ehhhh!

Wednesday, November 03, 2004

Jæks!

Eitthvað hefur þetta blogg farið ofan garðs og neðan hjá manni. Vona bara að það verði ekki til þess að maður falli;)

En síðan síðast er búið að vinna í helling af forritum og alls konar látum. Mjög sniðugt sem við erum nýbúin að gera. Það er verkefni í power point producer. Við áttum að búa til örkennsluverkefni. Ég tók mig til og ákvað að brjóta saman stuttermabol. Það var tekið upp, ég bjó til glærur og svo setti ég þetta allt saman og smellti á skilasíðuna mína. Það er einhver bið á því að hún verði tilbúin en ég mun setja link inná bloggið þegar síðan verður reddí!

So stay tuned!

Wednesday, October 13, 2004

Moviemaker

Núna erum við að læra á forritið Windows Moviemaker. Þetta forrit er mjög skemmtilegt og býður uppá ýmsa möguleika. Það er t.d. hægt að klippa stuttmyndir, bæði sem eru teknar upp á vídeókameru og venjulegar ljósmyndir.

Þetta er einmitt eitt af okkar verkefnum, að búa til mjög stutta stuttmynd, verður gaman að sjá hvernig það kemur út:)

Friday, October 08, 2004

úffffffff!

ok... við eigum sem sagt að skila einhverju fullt af dóti, vita allt í heiminum og rumpa þessu af á korteri. Persónulega er ég alveg úti að hjóla hérna og ég held að það hafi lítið með mína stafrænu fötlun að gera... Húff ég er sko pirrauð!

Wednesday, October 06, 2004

úps!

Jæja, smá misskilningur hjá mér... Ég hélt að maður þyrfti ekki að blogga svona oft, en maður á víst að blogga eins og tvisvar til þrisvar í viku. Það er bara dáldið erfitt að hafa ekki nettengingu heima hjá sér því maður man kannski ekki endilega eftir því að blogga hérna;) Reynum að gera bragarbót á því!

Friday, September 24, 2004

Vefleiðangur

Eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti í nokkurn tíma varðandi þennan vefleiðangur, datt mér í hug að gera vefleiðangur um Hornafjörð. Ég var búin að fá hugmyndir um landnámið, Norðurlöndin, matarboð, matargerð og ýmislegt annað.

Smá hugstormun og uppkast að vefleiðangrinum.

Kynning:
Vefleiðangur fyrir miðstig/efstastig grunnskóla.
Verkefnið er að búa til power-point sýningu, bækling eða heimasíðu um Hornafjörð. Þessu er ætlað að aðstoða fólk þegar það vill ferðast til Hornafjarðar. Tínið allt til sem ykkur finnst áhugavert og það sem þið teljið að erlendir og innlendir gestir hafi áhuga á að skoða. S.s. atvinnuveg, samgöngur, skóla, félagslíf, einkenni staðarins og annað slíkt.

Verkefni:
Nemendur safna upplýsingum um staðinn og setja þær saman í gagnlegan bækling. Uppsetning á að vera einföld svo það auðveldi fólki að afla sér upplýsinga. Nemendur fara á bókasafnið og lesa sér til um staðinn, fara á netið og safna þar upplýsingum. Einnig væri gott ef nemendur tækju myndir á stafræna myndavél til að skreyta verkefnið og létta aðeins á textanum.

Bjargir:
http://www.hornafjordur.is Þetta er samfélagsvefur Hornafjarðar með ógrynni af upplýsingum um staðinn.
http://www.horn.is Þetta er fréttavefur Hornafjarðar. Á honum er að finna ýmsar upplýsingar sem gætu nýst vel í verkefninu.
http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_hofn.htm Áhugaverðir staðir á Hornafirði.

Ferli:
Nemendum er skipt í hópa og þeir hugstorma um það sem gæti verið sniðugt fyrir ferðamenn að skoða og vita um Hornafjörð. Hver hópur einbeitir sér að einum hluta, t.d. einn hópurinn tekur fyrir samgöngur, annar áhugaverða staði og svo framvegis. Í lokin er svo öllum upplýsingunum safnað saman og búinn til bæklingur með myndum og texta eftir nemendur.

Mat:
Bæklingurinn gildir 50%, hópstarfið gildir 20%, einstaklingsvinna innan hópsins gildir 20% og hver nemandi metur sjálfan sig 10%.

Niðurstaða:
Markmið verkefnisins er að nemendur kynnist sínu bæjarfélagi með augum utanaðkomandi. Nemendur þjálfast í myndvinnslu, ritvinnslu og upplýsingaöflun. Bæði af netinu og af bókum.

Gangi ykkur vel!